laugardagur, nóvember 12, 2005

Ég er kominn með nýja dellu. Hún er ekki verri en hver önnur, þetta er tedrykkjudella. Ég er búinn að kaupa mér kúlusigti sem ég set laufin í og svo á ég 15 bragðtegundir af te-i. Ég byrjaði á þessu því ég get ekki drukkið kaffi á kvöldin án þess að verða andvaka. Nýjast í þessu hjá mér er að fara í sérverslanir með kaffi og te og spyrja starfsfólkið út úr hinum þessum bragðtegundum og hvað er best að drekka á kvöldin og hvað á morgnanna.

***

Ég keypti mér skó í fyrradag. Þetta eru ægilega fínir götustrigaskór með grófum takkasóla. Ég sýndi meinvill þá og við voru sammála að þetta væri nú málið í vetur svo maður stæði nú í lappirnar í allri hálkunni. Það er skemmst frá því að segja að ég var næstum svona í gær við að læsa bílnum fyrir utan hjá umhverfisráðherra ættarinnar, sennilega er ekki hrágúmísóli á þessum nýju skóm sem heita meira að segja x-country.

****

Ég er eð fara á rúntinn til að skoða spýtur sem til stendur að leggja flatar á gólfið í svefnherberginu. Það er eitthvað tilboð sem mér barst til eyrna sem dregur mig af stað. 800 kall pr m2 Það er nú ekki mikið. Mér er slétt sama hvort þetta eru plastspýtur eða tréspýtur því það koma ekki til með sjást nema þrír m2, annað fer undir rúm, skáp og kommóður.

Þegar spýturnar verða komnar ætla ég að kaupa málningu, gardínur og lakk og skvera restina fyrir jól. Þetta verður algjör nískuaðgerð því ekkert verður keypt sem ekki er á tilboði eða útsölu.