föstudagur, nóvember 11, 2005

Þá hef ég loksins látið verða af að stækka minnið í tölvunni. Ég hef svosem ekki orðið var við mikla gleymsku í henni en mér fannst vissara að hún fengi fullorðinsheila upp á 160Gb. Ég var að spá í 250 en fannst of mikill verðmunur til að það borgaði sig, frekar fengi ég mér annan 160. Núna er ég að færa eitt og annað(tónlist) á stóra diskinn. Ætli meira vinnsluminni verði ekki næst og eitthvað fleira sem gæti létt á þesum gamla garmi.

***

Ég varð var við smá hálku þegar ég var á leið til vinnu í morgun. Fyrst var hálka á rúðunum á bílnum og svo á götunni. Þar sem saltstaukarnir keyra ekki undir brýrnar í Kópavogi fann ég soldið fyrir ísingu rétt eftir seinni brúna því framhjólin misstu soldið grip í beygjunni, það kom þó ekki að sök því ég stífaði bara axlirnar og sló aðeins af og málið varð ekki að vandamáli. Þegar ég kom að hringtorginu við Ellingsen varð ég að búa mér til abs í bílinn því ég stefndi á fullri ferð í veg fyrir stóran Amerískan fjölskyduvörubíl. Til allar lukku slapp ég með skrekkinn og dúndrandi hjartslátt.

Smá ábending til þeirra sem trúa fréttunum alltaf. Hálka veldur ekki slysum, það gerir aftur á móti óábyrgur akstur miðað við aðstæður. Svona eins og ég keyrði í morgun.

****

Ég kíkti áðan til umhverfisráðherra ættarinnar , listmálarans og sonar þeirra. Ég fékk að halda á frændanum í fyrsta sinn, hann er voðalega sætur en ég held að honum hafi ekki þótt ég eins sætur því fljótlega eftir að ég tók við honum kom á hann mikil gretta sem ég skildi sem svo að hann langaði ekki að njóta návistar minnar frekar, mamma hans kom honum til bjargar og gaf honum sopa sem dugði til að svæfa hann.

****