miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Uss og aftur uss haldiði að Hyundai spíttkerran mín hafi ekki bara fengið fulla skoðun í gær. Ég get svo svariða(lesist á innsoginu) . Ég labbaði ekki hring í kringum hann til að athuga hvort allar perur væru virkar og ég opnaði ekki húddið, reyndar gerði ég ekkert annað en að setja í gang, keyra bílinn inn í skoðun og kláraði kaffið fyrir hinum sem komu á eftir mér. Tilfinningin var eins og að prumpa í lyftu, allir vita hver gerði það en enginn segir neitt, bara augnaráð sem stingur í kinnarnar.

Ástæða þess að ég skoðaði bílinn ekki áður en einhver annar gerði það var að eftir síðustu skoðun henti ég bílnum með báðum höndum í ruslið, ég var líka viss þá um að bíllinn væri í ágætu standi.

****

Ef þið ætlið að senda mér kveðju í útvarpi eða blöðum, sleppið því. Ég er hættur að lesa blöð og hættur að hlusta á útvarp. (í bili)

***

Mig langar í Dunkin Donut.
Djöfull langar mig í dunkin donut, jafnvel þó þeir séu framleiddir af rebúblikönskumsíonistumíbandaríkjumnorðurameríku.