mánudagur, nóvember 07, 2005

Ég er kominn með fuglaflensu. Ég var lengi að kveikja á einkennunum því þau eru ekki mjög áberandi. Fuglaflensan mín er ekkert lík þessari sem er stanslaust talað um í fréttum, mín er þannig að í hvert sinn sem ég heyri orðið "fuglaflensa" nefnt í útvarpi eða sjónvarpi skýst höndin upp í loft og mikið fálm eftir off takka hefst og stendur þar til tekist hefur að þagga niður í þeim fréttamanni sem flytur fréttina.

***

Ég er hættur við að sjá Sigurrós í Laugardalshöllinni því ég nenni ekki að standa á vítateignum og sjá ekki neitt nema símann sjá manninum fyrir framan mig. Einhverntíman fórum við til að sjá þá spila í höllinni, þá stóðum við niðri á gólfi og sáum ekki baun. en maður heyrði aftur á móti í fullt af símum sem hringdu ótt óg títt í kringum okkur. Ég held maður sé ekki laus við símana þó maður sé uppi í stúku en maður sér þó eitthvað þaðan.