þriðjudagur, október 18, 2005

Ekki á morgun heldur hinn fer ég í flugvél og alla leið til Madridar. Ég er búinn að leggjast yfir Lonely Planet til að finna út hvað maður getur gert í Madrid, mér sýnist ein löng og mikil gönguleið verða fyrir valinu. Gönguleiðin heitir Gamla Madridarganga og er 7 km löng. Hún hefst hér og endar hér. Vonandi verða hin mestu furðuverk á leið okkar, ég veit allavega að við kíkjum inn á chocolatería de san ginés sem er einhverslags súkkulaðigúmelaðissölustaður.

Á föstudag förum við svo á árshátíð á hótelinu sem við munum búa á.
Voðalega er ég orðinn spenntur.

****

Meinvill er komin með myndavélasíma, næsta verk er því að koma upp mblog síðu svo hægt verði að senda myndir jafnóðum heim ef spánverjarnir eru orðnir nógu tæknivæddir.

***