laugardagur, október 01, 2005

Í gær stækkaði mússíksafnið um 6 diska og dvd safnið um einn. Ég fór á plötumarkaðinn og keypti þrjá diska og einn dvd og fékk svo þrjá frá útlandinu. Á plötumarkaðinum keypti ég diska með Public Enemy, Goldfrapp og The million dollar hotel. Frá Breska heimsveldinu komu diskar með Modest Mouse, Sigur Rós og Devendra Banhart. Rosalega er Devendra skrýtinn og skemmtilegur.

Mér finnst skrýtið að eldgamlar plötur á svona plötumarkaði skuli vera svona skelfilega dýrar, ég sá hundgamlan disk með Mamas and the papas sem kostaði það sama og nýr diskur kostar í hinni fok dýru Skífu. Þetta er diskur sem er fullur af gömlum lögum sem eru löngu búin að borga sig upp og vel það.

Mig langaði soldið í diskinn en er ekki viss um að hann væri stöðugt í tækinu þannig að ég bíð bara þar til þetta er komið á skaplegt verð.

*****

Ég er kominn með dellu fyrir tedrykkju. Ég er búinn að viða að mér nokkrum gerðum af tei og ketillinn er alltaf uppi á borði. Skemmtilegt sport það. Grænt, kamillu, myntu og earl grey. Svo er litli putti rekinn upp í loft og sötrað á öllu saman.

****

Hvað er hægt að nota í stað kaffibætis í vöffluuppskrift? Ég á mokkavöffluuppskrift sem mig langar að prófa að gera en það á að vera kaffibætir í henni og ég veit ekki hvar eða hvort hann fæst. Ég er búinn að leita með google en þar finn ég bara allskyns rætur sem má nota í staðinn en ekki bara instant eða eitthvað svoleiðis.