föstudagur, september 23, 2005

Eitthvað gerðist

Þetta gerðist í dag. það er að segja þessi frétt með mínum myndum var sett inn til að setja þrýsting á umhverfissóðana sem eru að byggja virkjun á Snæfellsnesi.

Eitt af mörgu sem ég skil ekki er: afhverju eru gróðasjónarmið alltaf sett ofar náttúruvernd?

Það er ekki hægt með góðu móti að reikna náttúruvernd til fjár með óyggjandi hætti eins og hagnað af virkjun, eina reikningsaðferð lærði ég þó fyrir nokkrum árum og hún er eftirfarandi: Sagaðu niður 200 ára tré og reiknaðu svo hvað kostar að rækta nýtt. Maður þarf ekki marga fídusa á reiknivél til að klára dæmið.


****

Ég skaust upp á verkstæði í dag til að skipta um hjólalegu í kóreulödunni. Við það varð ég geypilega skítugur á höndunum og þurfti marga handþvotta til að ná allri olíunni og skítnum af höndunum. Allt bendir til þess að ég verði aftur skítugur á morgun því það var eitthvað hljóð í bílnum á heimleiðinni.