mánudagur, ágúst 29, 2005

Ehemm

Ég fæ ekki tímarit Þjóðleikhússins inn um mína lúgu því þjóðleikhússtjóri telur að Morgunblaðið hafi mestu dreifingu allra dagblaða. Það sagði hún amk í útvarpinu í dag þegar hún kynnti dagskrá leikársins. "Við ætlum að dreifa blaðinu með Morgunblaðinu, þannig að það ætti að berast inn á flest heimili á landinu". Þetta er soldið skrýtin tilhögun fyrst það á að reyna að auka aðsókn ungs fólks í leikhúsið, því eftir því sem mér heyrist eru mjög fáir ungir áskrifendur að Morgunblaðinu.

Ég hefði haldið að það hefði meira auglýsingagildi að dreifa pésanum með annaðhvort póstinum eða Fréttablaðinu.

En ég er nú ekki markaðsfræðingur.