Einn helvíti hress
Eftir flugeldasýninguna sem sprengdi gat á himininn, reyndu flestir að forða sér sem hraðast úr bænum eða inn á knæpu. Við vorum í fyrri hópnum og forðuðum okkur upp Laugaveginn og alla leið upp í Skipholt þar sem bíllinn stóð.
Meðan á tónleikunum og flugeldasýningunni stóð var Miðbakkinn vægast sagt troðinn af fólki sem varð mjög hratt, mjög blautt. Við vorum engin undantekning þar. Sumir voru forsjálir og tóku með sér regngalla sem þeir gátu brugðið sér í þegar byrjaði að rigna, eina konu sáum við sem var með ullarhúfu á hausnum en þegar byrjaði að rigna tók hún plastpoka upp úr vasanum og skellti á hausinn á sér. Þetta fannst Meinvill fyndið.
Þeir sem voru forsjálastir voru með regnhlíf meðferðis. Þannig var ungi faðirinn sem við mættum í verstu dembunni stax eftir flugeldasýninguna útbúinn. Hann ýtti á undan sér barnakerru sem var útbúin með regnhlíf í c.a. meters hæð, svona þrammaði hann gegnum mannþröngina á móti staumnum. Þegar við mættum honum löbbuðu tveir á regnhlífina og það voru greinilega ekki fyrstu tveir því hann var orðinn nokkuð brúnaþungur og eiginlega frekar reiður, hann öskraði í þann mund að ég smeigði mér framhjá honum: "Íslendingar kunna ekki að umgangast fólk með regnhlífar",,,,,,, jejeje þetta er álíka gáfulegt og þegar ég datt á skíðum í bláfjöllum fimm ára gamall og gargaði "þetta helvítis fólk er búið að gera brekkurnar sleipar". Og hana nú.
<< Home