þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Vetrardekkin undir

Þá er kominn tími á að fara niður í geymslu og reyna að húkka í vetrardekkin. Ekki örvænta það er bara ég sem þarf þess því ég á heimboð eitthvað uppfyrir snjólínu. Nú kemur sér vel að eiga Gps með götukorti því ég rata alls ekki þangað upp í fjöllin.

Ég vænti þess að þessum ofanbyggðabyggingum verði hætt hið snarasta eftir fall núverandi meirihluta í borginni. Með þessu áframhaldi þarf að stækka flugvöllinn í Vatnsmýrinni svo taka megi við úthverfafólkinu sem þarf að mæta niður í bæ fljúgandi, því grundvöllur einkabíls fer þverrandi eftir því sem byggðin færist nær Nesjavöllum...

Haldiði að það verði munur þegar fólkið fer að kvarta undan slæmum flugsamgöngum innan borgarmarkanna.

****

Hafnarfjörður er kominn úr sumarfríi, það er nokkuð ljóst því það sitja allir fastir í Garðabæ.

Því er rétt að endurnýja slagorðið: Göng undir Garðabæ.

****

Fréttastofa stöðvar 2 sá ástæðu til að taka sérstaklega fram í frétt í kvöld að Íslenska konan sem var yfirheyrð vegna morðsins á Keflavíkurflugvelli sé af Asískum uppruna!

Já já já ef hún væri ljóshærð með ljóst hörund, yfir 180 Cm á hæð en fædd og uppalin í Asíu. Hvað þá? Eða af færeyskum ættum? Hvaða máli skiptir það í fréttinni að hún eigi ættir sínar að rekja til Asíu?

Það var ekki tekið fram að fréttakonan sem las fréttina býr með annari konu. Það skiptir samt jafn miklu máli, því næsta frétt var einmitt um samkynhneigða. hmmmm
ídjótar

****

Vigga Finnboga hélt standup kvöld á Hólahátíð og tókst líka svona glymrandi vel upp. Ég heyrði upptöku frá gríninu hennar í útvarpinu í dag. tsjellingin var bara svona rífandi fyndin.


****

Það er lítið mál að lofa einhverju sem maður veit alveg að maður getur ekki staðið við því einhver annar ræður. Þið megið með mínu leyfi fara og sækja ykkar hlut í gullforða landsmanna í Seðlabankann....... hehe verðirnir stoppa ykkur.

Halldór ætlar að gefa samkynhneigðum leyfi til að ættleiða börn frá útlöndum. Það er lítið mál héðan séð en ég er ekki eins viss um að löndin sem ættleitt er frá gefi jafn grænt ljós á það.

Þannig er nefnilega mál með vexti að þeir sem fara út í að ættleiða barn eiga ekki nokkurn einasta rétt til að eignast börn heldur eru það börnin sem eiga rétt á að alast upp hjá foreldrum sínum hvort sem það eru kyn- eða kjörforeldrar.
Þessvegna held ég að það komi alltaf til með að verða þröskuldar á vegi samkynhneigðra sem vilja ættleiða. Því það er ekki bara í augum afturhaldsseggja að kona og karl ali barn upp saman. Ég held að margir líti svo á að barn hafi fullan rétt á að alast upp hjá foreldrum af sitthvoru kyni.
Og hana nú. Þetta er eins með fæðingarorlof foreldrar eiga ekki rétt á að fá fæðingarorlof heldur er það barnið sem á rétt á að hafa foreldra sína hjá sér fyrstu mánuði æfinnar.

Svo getur vel verið að ég skipti um skoðun ef ég heyri almennileg rök. Ég hef bara ekki heyrt þau enn.