miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Seint koma sumir


Nokkrum mínútum eftir að ég setti síðasta póst inn þ.e. klukkan rúmlega tíu í gærkvöld hringdi síminn hjá mér. Þar var flutningabílstjórinn hjá mublukoti, hann sagðist vera á leið til mín og kæmi eftir korter. Klukkan hálf ellefu kom bíllinn með tvo sófa innanborðs. Það var ekki auðvelt að bera sófana upp því það var enginn flötur sem var nógu harður til að ná góðu gripi og svo var öllu pakkað inn í plast sem rann stöðugt út úr höndunum á manni. Sófarnir voru líka allt of breiðir til að passa inn um nokkra hurð í húsinu.
Ég er því að drepast úr allskonar stífleika í framhandleggjunum, öxlunum, upphandleggjunum og puttunum.