Út úr bænum
Við pabbi fórum út úr bænum í gær. Stefnan var sett á Hítardal á mýrum, Hítarvatn er í Hítardal og stangirnar voru með í för. Við mættum seint á staðinn, upp úr hádegi, og aflabrögð voru treg framan af. Ég fékk einn fisk á fyrstu mínútum veiðinnar og svo gerðist ekkert í langan langan tíma, eða ekki fyrr en við vorum búnir að færa okkur alveg inn í botn við tangann sem við byrjuðum að veiða í. Þá var klukkan orðin fimm og við orðnir ákveðnir í að veiði dagsins yrði ekki meiri en þessi eini fiskur. Þá byrjaði pabbi á að kasta út og um leið beitt vænn urriði á hjá honum, sá var ekki á að koma við á pönnunni hjá Magnúsi þannig að hann reyndi hvað hann gat að sleppa en án árangurs.
Inni í þessum botni við hraunið fengum við sitthvora fjóra fiskana á nokkrum mínútum þannig að við vorum komnir með fisk í sitthvora máltíðina. Við komum svo sælir og glaðir heim klukkan tíu í gærkveld.
Ég er að drepast í fótunum eftir að standa í vatnsborðinu. Vatnsborðið þar sem við vorum að veiða er nefnilega í hrauni og allir steinarnir eru valtir og hálir þannig að maður stendur ýmist á vaggandi grjóti eða rennur niður það ofan í einhverjar skorur sem meiða mann í fótunum.
****
Meinvill eyðsluseggur fór í gær í bæinn í comfort shopping. Hún keypti sófasett. Og afsökunin er hver? Þú fékkst að fara að veiða þannig að ég mátti kaupa sófa.
Svona er þetta, næst býð ég henni með og læt hana jafnvel hafa stöng.
<< Home