sunnudagur, júlí 17, 2005

Helgarfríið

Þá er helgarfríið að verða búið og sumarfríið að taka við. Býst við að fyrstu dagar sumarfrísins fari í lagfæringar á bílunum þannig að þegar fríið verður búið getum við brunað í vinnuna á þess að vera bilandi í öllum helstu köntum bæjarins.

****

Ég sá í fréttablaðinu á miðvikudaginn að það var einhver frægur útlenskur leikari sem stóð á tánum á mér á tónleikunum á mánudagskvöldið. Fór og kíkti, hann heitir víst Gael Garcia Bernal og lék í myndunum: Amores perros og Diarios de motocicleta. Ég er bara svo lítið inni í bíó bransanum að ég þekkti ekki þennan ágæta leikara sem þarna stóð á tánum á mér stóran hluta tónleikanna. Mér fannst hann pínulítið kunnuglegur en var ekki viss hvaðan og tengdi hann allavega ekki við kvikmyndaleik. Hélt hann hefði kannski verið í Iðnskólanum á sama tíma og ég eða eitthvað svoleiðis. Hvað veit maður þegar maður fer aldrei í bíó?

****

Ég ætla að fara út að labba á eftir, ég á eftir að kíkja út um gluggann til að sjá hvort það er gönguveður eður ei. Stefnan er sett á að sækja annaðhvort eitt merki eða að skoða Lambafellsgjá. Ég hef aldrei komið þangað.