föstudagur, júlí 08, 2005

Mig langar í frí

Það er heil vika þangað til ég fer í frí. Ég er alveg að verða galinn á vinnunni, ekki svo að skilja að ég vilji hætta í vinnunni heldur langar mig bara óskaplega að bregða mér eitthvað úr bænum eða landi hífa/slaka bara gera eitthvað annað en að vera í munstrinu.

Í dag var kæfandi fýla í vinnunni, það var verið að prufuvinna eitthvað lýsi sem var hálf skrýtin lykt af.

****

Mig langar til London þrátt fyrir að það hafi allt verið sprengt í tætlur þar. Það er svo skrýtið að það myndi ekki hvarfla að manni að fara á límingunum út af heiglum sem vega fólk úr launsátri.