föstudagur, júlí 01, 2005

Þannig fór það

Ég var að baka þegar hún sveik mig. Hún hætti bara allt í einu, sagðist ekki hafa orku í að halda áfram. Ég sló hana svo fast beint ofan á að mig verkjaði í hnúana á eftir. Eftir það sýndi hún engin viðbrögð. Ég veit ég gerði ekki rétt með að slá hana en það fauk bara í mig því tímasetningin var frekar slæm þegar hún lét mig vita að orkan væri á þrotum.

Nú voru góð ráð dýr því ég gat ekki haldið áfram að baka án hennar. Ég fór því út í kauffélag til að athuga hvort ég gæti fengið aðra. Sú sem ég sá fyrst vildi fá of mikið fyrir að koma með heim þannig að ég sneri mér að þeirri næstu sú var til í að koma með fyrir einn þriðja af verði hinnar.

Ég kippti henni með og dreif mig heim í eldhúsið. Nýja gengur ekki fyrir batteríum þannig að ég ætti ekki að verða fyrir geðsveiflum út af orkuleysi.

******

Við erum að fara í fermingu á Sunnudaginn. Nei það eru ekki páskar og ekki hvítasunna heldur eru sænsku nýbúarnir komnir hingað til lands til að láta ferma miðjumoðið.