föstudagur, júní 17, 2005

Til hamingju með daginn

Jæja þá er sautjándi júní genginn í garð. Gamla tuggan segir að nú ætti að vera galið veður en það er ekki galið heldur er það með ágætum miklum.

Ég minnist ekki sautjánda júní sem óveðursdags í mörg ár en það er nú annað mál.

Hér er síða sem hægt er að fara inn á til að glöggva sig á veðrinu á þeim stöðum sem maður ætlar að heimsækja, nú þarf ekki að reiða sig á bensínstöðvastarfsmenn í veðurlýsingu heldur brunar maður bara á netið og kannar sjálfur hvort rignir eður ei.