þriðjudagur, júlí 05, 2005

Heitt

Assgoti var heitt að vinna upp undir rjáfri í dag. Það er ekki gott að vinna við að einangra í svona miklum hita og sérstaklega ekki ef maður er að vinna með glerull sem klístrast á ennið, bringuna og augnlokin.

*****

Ekki veit ég hvort ég er spenntari að fara í frí eða að losna við einn vinnufélaga minn í frí, hann fer viku á undan mér í frí þannig að maður þarf bara að umbera hann í þrjá daga enn.

*****

Djöfull verð ég feginn þegar ég verð búinn að henda jeppanum.

*****