mánudagur, júlí 04, 2005

Hremming

Við lentum í hremmingu um helgina. Athöfnin fór farm í kirkju í Kópavogi, ég er ekki sjúr á hvað þessi kirkja heitir en hún er einhversstaðar ekki langt frá Byko. Ekki skil ég afhverju er verið að byggja þessar kirkjur út um allt því það mætir ekki nokkur maður í messur. Ef fermingin hefði ekki dregið nokkra að hefðu kirkjugestir verið 2. Ég er ekki að grínast tveir segi og skrifa.

Þarna var 1stk kór, 1stk meðhjálpari(skrýtinn), 20stk fermingargestir, hljóðmaður frá útvarpinu, organisti og 2stk kirkjugestir. Annan gestinn sá ég ekki en hinn sá ég því hann kom rétt á undan okkur Önnu og lagði í nokkur stæði á smábílnum sínum.

p.s. messan var í útvarpinu og kirkjan heitir Hjallakirkja.

******

Swakalega hlakka ég til að komast í frí. það er bara ein vinnuvika og fjórir vinnudagar eftir þangað til. Jamm 15. júlí.

******