laugardagur, júlí 09, 2005

Flott músík

Ég kveikti á sjónvarpinu áðan. Það var ekki búið að vera kveikt lengi þegar lag með Kúrekum norðursins var spilað á sjá einum. Þetta er nú meiri fíneríis hljómsveitin, ég hreinlega skil ekki afhverju ég finn ekkert um á þá á allmusic. Þetta er dúett, sennilega að norðan, langt að norðan. Annar kallinn er hálf tannlaus, með rytjulegt skegg og beyglaðan kúreka hatt. Þeir sungu um sextán ára stelpu sem leit ekki við þeim fyrir c.a 40 árum. Myndbandið er sennilega tekið upp á heima vídeómyndavél af afkomanda annars helmingsins.

Held samt að þetta hafi ekki átt að vera neitt sérlega fyndið.

****

Við pabbi ætlum að fara að veiða á morgun. Stefnan er sennilega sett á Veiðivötn sunnan Tungnár. Ég er spenntur.

****

Ég er hættur við að finna upp tímavél. Mig dreymdi áðan(undir hádegi) að tímaferðalög væru svo einföld í dag að það væri ekkert mál að skjótast í mat með framliðnum. Ég var ekki hrifinn af hugmyndinni þegar hringt var á dyrnar hjá mér og mér sagt að opna því það væri kominn gestur í mat. Þar var komin sprell lifandi manneskja sem hefur verið látin í hátt í áratug. Mér fannst mjög óþægilegt að fá hana í heimsókn því ég vissi ekki hvort hinir höfðu sagt henni að hún væri dáin.

Og mig sem hefur dreymt svo um að geta ferðast um í tíma, þar fór það.

****

Við meinvill ætlum að skjótast og finna eitt eða tvö merki á eftir. Ég ætla líka í ríkið og bæta á bjórvömbina.