Menning og aftur menning
Ég fór í Elko í dag til að finna stafrænan hitamæli í eldhúsið þannig að maður viti hversu kalt verður í vetur. Ég fann engan eftir litla sem enga leit en keypti aftur á móti stafræna eldhúsvigt í staðinn fyrir þá sem ég kýldi til bana um daginn og tvær dvd myndir sem voru á þessu líka fína tilboði. Önnur er einhver mynd með Johnny Depp. Hin er hið 37 ára gamla meistaraverk "Yellow submarine". Þetta er eina bítladótið sem ég á.
Ég vissi ekki að þetta væri svona mikil snilldar mynd, hún fær margar stjörnur. Ef það hafa ekki allir séð hana þá er henni sennilega best lýst sem jafn steiktri og teiknimyndirnar í upphafi Monty pythons myndanna.
Ef einhver hefur áhuga á að koma og kíkja á ræmuna þá er ekkert annað að gera en að bjalla og finna tíma til að troða myndinni í tækið.
<< Home