þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Mublukot

Ég held þetta sé ágætt uppnefni á húsgagnaversluninni sem Meinvill keypti sófasettið í á föstudaginn.
Ég var í sakleysi mínu uppi á verkstæði að gera frúarsportbílinn með grænu afturljósunum klárann í skoðun þegar ég leit á klukkuna og sá að hún nálgaðist óðfluga 17:00. Ég skellti bílnum í gólfið og keyrði sem leið lá undir bílinn á næstu lyftu og rakleiðis heim. Þar átti ég að vera staddur milli klukkan 17 og 19 til að taka á móti sófasettinu. Ég kom heim klukkan 16:57 og settist við dyrasímann til þess að missa ekki af flutningabílnum. Gemsinn var á lærinu og ég ýtti reglulega á einhvern takka til að fá ljós á síman svo ég vissi hvort hann væri í gangi eða ekki.

Klukkan 19:15 fór ég út því það var enginn flutningabíll kominn með sófa handa mér. Ég var orðinn nokkuð viðskotaillur því ég hefði getað klárað að gera við bílinn EF ég hefði vitað að helvítis arðræningjarnir á höfðanum ætluðu BARA að taka við peningum en ekki að afhenda vöru á réttum tíma.

Hvað er meira pirrandi en fólk sem boðar ekki forföll heldur skrópar bara á stefnumót?( mér finnst að það ætti að vera til efra stig á pirringi t.d hvað er pirrandari)

Á morgun ætla ég að tala við verslunarsjórann í Mublukoti og sjá hvort hann kemur ekki bara sjálfur með sófadrusluna og beri hana upp fyrir mig því ég ætla ekki að bíða aðra tvo klukkutíma upp á von eða óvon. Tíminn er dýrmætari en svo að ég nenni að hanga á húninum tímunum saman.