þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Til hamingu með daginn

Amma Lóa á afmæli í dag, ég fór í veislu til hennar í kvöld og þáði bæði gúllas og rjómapönnsur. Úlaamma eins og Andrea kallar hana er orðin 96 ára fædd 1909 á Seltjarnarnesi en flutti í Hafnarfjörð fyrir eitthvað um 90 árum, samt er hún alltaf Seltirningur og hún á frasann sem gjarnan er hafður eftir þegar mikil hátíð er rétt gengin um garð "þá er bara moldviðrið eftir". Þetta segir hún nefnilega alltaf eftir mat og fyrir pakka á aðfangadag.