Nú er komið nóg
Ég er hættur að nenna að laba eftir minni alkunnu ratvísi og landslagslestri. Þegar maður labbar næstum daglega í hrauni til að leita að merkjum, kemst maður að því hversu sviplítið hraun er. Nú má ekki misskilja mig, mér finnst hraun ansi tilkomumikið meðan ég stend í því og skoða hraunmyndanirnar og hvernig mosinn vellur oft á tíðum fram af brúnum. Þetta með svipleysið er að ef maður er að leita að skilti sem er ca.25 cm á kant og liggur einhversstaðar í mosanum í hrauninu þá er ekki nóg að vera með kort og áttavita, því maður sér oft á tíðum ekki upp úr holunni sem maður stendur í og í þokkabót rísa kennileitin ekki svo hátt upp úr umhverfinu að maður á yfirleitt í mesta basli með að sjá þau þar sem maður stendur og miðar áttavitanum út í loftið. Semsagt það er fátt sem er svo afgerandi í landslagi hrauns að það sé sérstaklega merkt inn á kort.
Þessvegna er ég búinn að ákveða að kaupa mér gps tæki. Ég er búinn að ákveða hvaða tæki ég kaupi og hvar ég kaupi það. Nú bíð ég bara eftir einu símtali frá manni sem ætlaði að redda mér afslætti af verði tækisins.
*******
Á morgun ætla ég að bruna fyrir allar aldir westur á Snæfellsnes í veiði, stefnan er sett á Baulárvallavatn og Hraunsfjarðarvatn. Ég er búinn að tína botnfylli í fötu af maðki og á tvo makríla í frystinum.
<< Home