mánudagur, ágúst 15, 2005

Einhvertíman er allt fyrst

Ég svaf yfir mig í fyrsta sinn síðan ég hóf störf hjá núverandi vinnuveitanda í morgun. Ég held ég hafi slökkt átján sinnum á klukkunni áður en ég vaknaði. Reyndar vaknaði ég ekki fyrr en einhverntíman um hádegi, þrátt fyrir að hafa verið mættur aðeins ellefu mínútum of seint til vinnu.

****

Við fórum í brúðkaup brósa og mágkonu á laugardag, það var súperfjör. Ég var fullur en Meinvill akandi. Gærdagurinn fór fyrir lítið því ég lá uppi í rúmi til klukkan fimm, ég fór fram úr öðru hvoru til þess eins að leggjast í sófann.

****

Hver nennir að hlusta á rausið í borgarstjórnarframbjóðendum þessa dagana um komandi kosningar. Það er næstum ár í kosningarnar og ég er kominn með grænar yfir umræðunni.