Menningarnótt
Ég er að verða yfir mig spenntur yfir menningarnóttinni. Ég er búinn að prenta prógrammið út og ætla að liggja yfir því næstu daga svo ég viti hvað skal sjá. Síðustu ár höfum við verið mætt fyrir allar aldir í bæinn til að komast yfir sem mest af dagskránni.
Í fyrra byrjuðum við í Gallery Fold á sýningu sem ég man ekki út á hvað gekk, held að ofmetin sýning á verkum Andy Warhol hafi verið þar í hitteðfyrra. Allavega lá leið okkar niður Laugaveg á tónleika með 5tu herdeildinni í fyrra eftir Gallery Fold sem er að verða árlegur upphafspunktur hjá okkur.
Við fórum of seint af stað til að finna okkur borð á veitingastað þannig að við enduðum á spanjólastaðnum sem Ingi Björn Albertsson á í Lækjargötu, ég man ekki hvað staðurinn heitir en maturinn var kaldur, bragðlaus og allt of lengi á leiðinni, sem útskýrir kannski afhverju hann var kaldur og gott ef þetta var ekki bara dýrt líka..... allavega miðað við hversu vont þetta var.
Á laugardaginn ætlum við að vera tímanlega í að panta okkur borð. Ef einhver verður tímanlega svangur/svöng má viðkomandi hringja í mig og það er aldrei að vita nema það megi fjölmenna á einhvern sæmilegan stað, þá meina ég einhvern í Horns, Ítalíu og svoleiðis klassa.
*****
Meinvill fékk skoðun á Bláubeygluna í síðustu viku. Miðanum var stolið af honum um helgina. Þetta er ekki einsdæmi því fyrrverandi vinnuveitandi minn lenti líka í þessu.
Það hlýtur að liggja einhver sekt við því að stela svona miða og líma á sinn bíl. Það hlýtur að flokkast undir að villa um fyrir réttvísinni.
<< Home