þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Manni verður bumbult....

...þegar Geir Jón Þórisson mætir í viðtöl áður en hann mætir í vinnu og svo eftir að hann kemur heim úr vinnu. Fyrst deilir hann verkkvíða sínum með þjóðini og lýsir óbeint yfir að flestir íbúar skersins séu ribbaldar. Svo mætir hann daginn eftir og segir okkur að við séum ribbaldar.

Kallinn er haldinn mesta verkkvíða sem um getur held ég, svei mér þá. Það er allt í kalda koli í miðborginni og enginn ætti að voga sér þangað eftir klukkan tíu á morgnanna. Einmitt.

Ég sá hluta af verkefnalista löggunnar frá lokum Menningarnætur og eitthvað fram á morguninn. Það sem birtist var nú ekki svo svæsið ef frá er talin ein hnífsstunga. Geir Jón talaði eins og það hefði orðið uppþot í miðborginni og ekki stæði steinn yfir steini.

Gott ef ég heyrði hann ekki tala um mikil ólæti á Menningarnótt. Nú ætla ég að leyfa mér smá orðhengilshátt. Menningarnótt var lokið þegar umrædd læti eiga að hafa átt sér stað. Það var ekkert vesen á Menningarnótt. Og hana nú. Við vorum mætt í bæinn klukkan hálf þrjú og vorum til miðnættis og sáum ekki eitt vesen.

*****

Er einhver starfsmaður á stöð 2 kominn með fuglaflensu eða er einhver búinn að boða komu hennar á næsta ári? Ég er búinn að heyra tvær heimsendisspár frá þeim í dag. Úlfur úlfur.