sunnudagur, ágúst 21, 2005

Nýr sími og ný síða

Í dag fórum við í bæinn til að útrétta, ég keypti mér nýjan síma því hinn datt harkalega og missti röddina. Fyrir valinu varð að sjálfsögðu enn einn Panasonic sími nú varð x-100 fyrir valinu. Hann er með myndavél þannig að ég stofnaði nýja síðu. Ég á reyndar eftir að finna stillingar í símann svo ég geti sent inn myndir. Ég er búinn að senda fyrirspurn á símafyrirtækið svo ég geti dritað myndum.
Ég set inn link þegar ég verð búinn að finna stillingar.

******

Hér er aftur á móti linkur inn á síðu sem allir ættu að taka sér tíma í að skoða því það er aldrei að vita nema maður geti gert gagn með því að senda mynd af rauða nefinu sínu. Ég þarf þess ekki því Amnesty stoppaði mig úti á götu og bað um að fá að mynda okkur Menvill með merki með skilboðum til heimsins,,,, eða þannig.

Sendið mynd og takið þátt í Million faces verkefninu. 297.368 hafa tekið þátt núna.

Þessu verkefni er stefnt gegn vopnasölu.

Ef þið eruð feimin skoðið þá hina sem eru það ekki.