sunnudagur, ágúst 21, 2005

Menningarnótt að degi til

Við Meinvill skelltum okkur í bæinn í gær, tilefnið var óvenju mikið framboð af menningarviðburðum. Við vorum mætt á röltið klukkan 14:30. Stefnan var að sjálfsögðu sett á Gallery Fold fyrst eins og venjulega, þar skoðuðum við æðislega sýningu á verkum Halldórs Péturssonar. Sýningin ber heitið "Einusinni var" og er uppistaðan í verkunum myndir úr bókinni: "Helgi skoðar heiminn" ***** af **** mögulegum því það er ekki laust við að maður fái gæsahúð af svona sýningu.

Næst lá leið niður Laugaveg og sennilega eitthvað skoðað á leiðinni og þaðan í jólahúsið til að heilsa upp á Sm sem seldi jólaskraut "half price" af miklum móð. Meinvill keypti tvö jóladót af henni.

Meðan við skoðuðum hjá S.Har hringdi Tengdó sem er eins og sumir muna, ekki tengdó heldur mágkonan og bauð okkur að hitta sig á kaffibúllu. Við þáðum það, ég fékk mér drullusætt karamellukaffi sem heitir víst eitthvað fínna ef bara kaffi. Það var rétt botnfylli í bollanum en maður lifandi hvað sopinn var dýr, ég hljóp út án þess að borga en gleymdi að láta Meinvill vita þannig að hún sat í súpunni og fékk að borga fyrir sopann. Þrjár hauskúpur á það því þetta var vont, dýrt og lítið.

Eftir flóttann af kaffihúsinu fór ég upp í Skífu á ókeypis tónleika með 5tu Herdeildinni. Það var gaman. Þeir ætla að gefa út plötu í haust, ég er búinn að taka frá pening fyrir henni.*** held það hafi vantað einhvern í bandið.

Efir tónleikana hitti ég Meinvill sem var orðin blönk eftir að hafa borgað kaffið. Við gengum fram á dvergatíó með sítt hár og stór hljóðfæri. Bassaleikarin var svo lítill að rafmagnsbassinn leit út eins og kontrabassi í fanginu á honum. Samanlagður aldur tríómeðlima hefur sennilega ekki verið meira en 24 ár.** fyrir framtakið

Næst löbbuðum við eitthvað, Meinvill hitti einhverja konu sem þurfti að tala mikið. Þetta var við hliðina á tilfinningatorginu, ég fattaði ekki að benda henni á að tala bara í hljóðnemann sem var einmitt fyrir fólk sem þarf að létta á sér. Swona erðetta.


Nú svarf hungrið að. Þessvegna löbbuðum við framhjá röðinni inn á hornið og alla leið upp á Caruso. Þar fengum við frábæran mat á frábæru verði. **** og ein auka fyrir þjónustuna *

Næst lá leiðin í Grófarsafnið á Suðurafríska ljósmyndasýningu. *** af ****. Held það sé ekki gott að vera í Suðurafríku. Flottar myndir af óhugnalegu umhverfi.

Eftir það fórum við á tónleika á Miðbakka, fyrst söng fjölþjóðlegur kór undir stjórn Ellenar Kristjáns (EK?) svo Hjálmar svo í svörtum fötum svo KK bróðir EK og Maggi Eiríks og að lokum Tottmóbil.

Stjörnur:
EK og kórinn *** vantaði betra sánd og ein auka fyrir að vera flottust*þ.e kórinn
Hjálmar **** Þeir eru með því betra sem finnst á klakanum.
Í svörtum fötum ** komu samt á óvart hélt þeir væru hundleiðinlegir en þeir voru bara leiðinlegir
KK og Maggi *** Hverjum er líkar ekki við þá?
Tottmóbill hvar finnur maður hauskúpur? afhverju er verið að draga þennan ryðkláf á flot? Nályktin vall úr hátölurunum.

Komumst heim á mettíma með því að labba hálfa leiðina og skutla fólki að rótum Breiðholtsjökuls.