fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Snobb

Ég skil ekki fólk sem er mjög upptekið af því að búa í útlandinu. Þannig er nefnilega að maður rekst stundum á einhverja vitleysinga á netinu sem byrja kommentið sitt á að segja: hér í Köben, hér í London, hér í París..... og svo framvegis. Þetta eru þeir sem skrifa undir fullu nafni og helst kennitölu á netið þannig að þeir sem búa enn í súldinni öfundi þá, held ég....

Ég fór í apótek fyrir viku, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir að fjölnota lyfseðillinn minn týndist þar. Þar var stödd kona, meðalhugguleg kona milli þrítugs og fertugs. Hún var með sænskútlítandi bakpoka, ég hélt hún væri sænskur túrhestur en svo hóf hún upp raust sína:
Nuj hurrðu seljið þið svona krem hér á Íslandi (hún var þá búin að koma því að að hún byggi ekki á íslandi)
Þetta er besti exemáburður sem til er, ég sendi afa hann alltaf í sveitina frá útlöndum. (þá var búið að koma því að að afi hennar byggi í sveit)
Amma bað mig að kaupa meira handa honum þegar ég kæmi að heimsækja þau. (hún var búin að koma því að að hún ætlaði út úr bænum)
Hvað heitir þetta apótek eiginlega? Afgreiðslukona: Skipholtsapótek.
Er þetta ekki hluti af neinni keðju? Afgreiðslukona: Nei þetta er sjálfstætt
En skemmtilegt þá er þetta eins og var á Blönduósi í gamladaga þegar apótekarinn átti apótekið.
(þá var hún búin að koma því að að hún væri frá blönduósi)

Það skal tekið fram að það spurði enginn hana hver hún væri eða hvaðan. Allt þetta sagði hún óeðlilega hátt, svo enginn missti af því að þarna færi útlandabúandi blönduósingur sem var á leið í heimsókn í sveitina til afa síns sem er með exem á lærinu og notar áburð sem fæst bæði í útlöndum og hér heima. Allt þetta án þess að vera spurð einnar spurningar.

Held líka að öllum sé sama.