fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Dótarí

Þar sem ég er búinn að vera duglegur við að uppfæra raftækjaflóru heimilisins að undanförnu, hefur hleðslutækjum og öðrum snúrum fjölgað ískyggilega. Þessvegna finnst mér baukurinn frá Lumex sniðugur. Það er poppskál með fullt af innstungum fyrir allskonar hleðslutæki og snúrurusl sem annars liðast fram að öllum borðbrúnum.

Ég fór í Expert í dag og keypti tvær snúrur, þær voru hrikalega dýrar. Ein er til þess að tengja símann við tölvu og hin til að hlaða símann á löngum ferðum manns um heiminn í föruneyti með tólf volta rafmagni.