sunnudagur, september 11, 2005

Hver dó?

Hvurnig stendur á því að það eru skrifaðar minningargreinar um sprelllifandi mann sem ákvað bara að skipta um vinnu?

Ekki veit ég það.

Mér finnst sniðugt hvað sjálfstæðisflokkurinn er leiðitamur, foringinn ákveður allt og hinir fylgja í blindni. Foringinn segir "ég er hættur og ég vil að Geir taki við embættinu mínu" og þá þorir enginn að bjóða sig fram í þetta embætti sem er LAUST. Davíð hefur ekkert með það að gera hver eftirmaður hans er, það er flokkurinn sem ákveður það "lýðræðislega?"

Annars rakst ég á Töffa Töffsson á ferð minni um internetið á dögunum.

****

Ég er búinn með ratleikinn, það er ekki séns í helvíti að ég hefði getað klárað hann án þess að fjárfesta í staðsetningartæki.

****

Á einhver bílgeislaspilara sem rykfellur uppi í hillu? Bölvaða kenwood draslið er biðað í annað sinn á fjórum árum. Það er ekki góð ending, ég ætla ekki að kaupa mér geislaspilara sem rúllar framhliðinni aftur. Þó þetta sé gott merki og mjög dýrt þá er þetta engu að síður haugamatur því kapallinn sem tengist í frontinn þolir ekki að böglast farm og til baka í öllu mögulegu hitastigi.

Verst að það er nokkurnvegin nothæfur Gomez diskur fastur í tækinu.