sunnudagur, september 04, 2005

Fótsæri

Ég er fótsár eftir labb helgarinnar. Ég fór í gær og sótti fimm merki í ratleiknum, það kostaði sjö og hálfs kílómetra labb í hrauninu ofan við Straumsvík. Í morgun tók ég daginn svo snemma og skellti mér aftur upp í hraun, í þetta sinn fór ég gegnum Hrútagjá og niður í hraunið þar fyrir neðan. Ég labbaði allt of langt því ég gerði smá mistök þegar ég setti hnitin inn í gps tækið. Í staðin fyrir að setja 63°59.XXX setti ég 63°58.XXX það þýðir á mannamáli að eg labbaði tveimur kílómetrum of langt niður í hraun og þarafleiðandi tveimur of langt til baka sem gerir fjóra auka kílómetra í hrauni. Það útskýrir líka fótsærið ásamt því að Meindl eru ekki nógu góðir skór fyrir mínar lappir.

****

Við fórum í afmæli í dag til þriggja ára ítalans, það var gaman og góðar veitingar.

****

Á morgun á enn einu sinni að athuga hvort ég er með HIV, lifrarbólgu, berkla, blindur og allt hitt sem þarf að vita um mann og færa inn í bækur.
Alltaf jafn gaman.