sunnudagur, september 25, 2005

Þá er það komið á hreint

Vinsamlega setjið bara hamingjuóskirnar í kommentin því Alonso er orðinn heimsmeistari í Formúlu eittt, það eru annars níu mögur ár að baki. Já og þeir sem voru efins í vor ættu að taka ummæli sín til baka.

****

Rosalega er mogginn flinkur í að ljúga sig frá hlutunum. Var það forstjóri Árvakurs sem sagði að þeir hjálpuðu stundum illa stæðu fólki við að leita réttar síns? Lalli Johns sagði í heimildarmyndinni um sig að skófarið á innbrotsvettvangi hefði verið skófar mun yngri manns. Álíka góðar afsakanir.