Fólk ætti ekki að gera grín að öllum hringtorgunum í hér í Hafnarfirði, það er komið í ljós að með breytingu umferðarmannvirkja hefur tekist að fækka umferðarslysum um 56%. Geri aðrir betur. Kannski er þetta líka afþví að það hefur lítið verið hægt að keyra í bænum undanfarin tvö ár vegna vegaframkvæmda.
Mér heyrðist að það hafi átt að halda fund í einu hraðahindruninni, sem hefur nafn og er merkt inn á kort, í kvöld. Þar átti að ræða hvort ætti að leyfa breikkun Reykjanesbrautar. Ég bíð spenntur eftir sendingunni úr Hnoðraholtinu, ææ við viljum ekki veg svona nálægt okkur.
Ef Garðbæingar neita enn einusinni að hleypa ýtunni í gegn hjá sér, legg ég til að allir þeyti hornið á bílnum meðan keyrt er framhjá þessu aulahverfi.
<< Home