sunnudagur, október 02, 2005

Rosalega var gaman í gær á árshátíðinni sem við fórum á, langt úti í sveit. Það vantaði ekki mikið upp á að við þyrftum að taka miða með í göngin.
Þegar við komum inn á staðinn sem árshátíðin fór fram á sá ég gamlan kunningja úr sporti sem ég stundaði þegar ég var unglingur. Ég var að spá í að heilsa upp á hann en ákvað svo að fyrst ég hefði ekki séð hann í 15 ár og í þokkabót þekkti ég hann ekki vel þá, ákvað ég að geyma kveðjuna þar til ég hitti einhvern sem ég þekkti þó sæmilega. Ég sá ekki eftir að hafa sleppt kveðjunni því í miðjum forréttinum stóð þessi fyrrverandi kunningi upp og sagði brandara sem átti alls ekki við í fínni matarveislu þar sem 400 manns voru saman komin. Mér má vera nokk sama hvort kona þessa manns hleypir honum í sparigatið á sér eða ekki.

Annars var maturinn æðislegur og skemmtiatriðin (þessi skipulögðu) voru til mikillar fyrirmyndar. Gísli Einarsson út og suður var veislustjóri, Hundur í óskilum skemmti eftir matinn og Sálin sló botn í veisluna.
Mér er illt í maganum eftir Hund í óskilum, þvílíkt sem mennirnir eru fyndnir.


****

Mamma, tengdamamma, pabbi, tengdapabbi, meinvill og ég borðuðum vöfflufjall með rjómafelli í dag. Tiefnið var ekkert. Ég stóð sveittur við vöfflujárnið sem einhver gæti kallað vöffluvél sbr. ristavél og kaffivél, í lengri tíma til að baka nógu margar mokkavöfflur (sem eru sælgæti) ofan í fólkið. Ég bakaði líka venjulegar vöfflur með heitri súkkulaðisósu, mokkavöfflurnar voru með espressosýrópi. Assgoti gott en óhollt.

****

Hefur einhver sem les þessa síðu skrönglast upp á íþróttafjallið sem er að pirrast út í Bónus?
Var bara að spá í hvort það væri gestabók á staðnum.