Er ég einn um að finnast skrýtið að bankarnir eru með einn og sama upplýsingafulltrúann? Hann kallast framkvæmdastjóri samtaka banka og verðbréfafyrirtækja og heitir Guðjón. Guðjón sat við hliðina á einum mesta þjófi Íslandssögunnar á aðalfundi Árvakurs um daginn, Kristni Björnssyni eiginmanni fyrrverandi dómsmálaráðherra og upphafsmanns olíusamráðsins. Hér sést hverjir eru í stjórn samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Finnst engum neitt bogið við að menn sem eiga að standa í blóðugri samkeppni eigi þessi hagsmunasamtök? Hvernig hljómar þá: Hagsmunasamtök olíufélaga? Hvert er markmið svoleiðis félags? Aukin samkeppni? held ekki og ég held að samráð bankanna fari líka fram innan þessara samtaka og Guðjón er höfuðpaur.
Upp með gapastokkinn.
***
Á þessum tímapunkti væri best að hætta þessu öllu og fara til Kanarí,,,,,, djöfull langar mig til Kanarí eða bara eitthvað út í buskann.
<< Home