Ekki skrýtið að maður hafi oftast vaknað skakkur og skældur í þessum drollubedda, því lappirnar voru á hvolfi. Jamm og ég sem var búinn að eyða dýrmætum tíma vinnuveitanda míns í að smíða sverari lappir á rúmið. Lappirnar eru keilulaga í tvennu lagi með stóru barði að neðan. Þegar Meinvill og rúmið fluttu inn var þetta líka á hvolfi, ég pældi ekkert í því en bölvaði samt löppunum því þær skemmdu dúkinn(sem hverfur á næstunni). Semsagt ég sneri löppunum við og henti fínu löppunum sem ég var búinn að smíða, þetta þarf ekki alltaf að vera flókið.
Skakkarlappir
Brátt kemur sólin
<< Home