Hvurnig er það, er alveg harð bannað að senda fólk í frí vegna viðvarandi efnisskorts?
Innlent mbl.is 5.12.2005 22:20
Dularfullt ljós sást á himni
Bóndi nokkur í Eyja- og Miklaholtshreppi lét lögregluna á Snæfellsnesi vita af dularfullu, rauðu ljósi sem sést hefði á himni í kvöld. Lögreglan hefur fullvissað sig um að ekki hafi verið um neyðarblys að ræða. Telur hún líklegt að bóndinn hafi séð stjörnuhrap en treystir sér ekki til þess að dæma um hvort geimverur hafi verið á ferð.
***
Ég er að spá í að fá mér bol til að nota í vinnunni, á honum á að standa: Ég hata vinnuna mína og skítaloftið í henni. Nú er árið 2005 að klárast og 2006 kemur eftir rúmar þrjár vikur og það virðist alveg ómögulegt að setja upp mannasæmandi loftræstingu í vinnunni hjá mér. Ég var eins og sambland af sótara og kolanámuverkamanni með berkla þegar ég kom heim í dag, þrátt fyrir að hafa ekki verið að gera neitt sem hefði átt að skíta mann út.
Ef ekki verður breyting á verður maður bara að þefa uppi fyrirtæki sem á loftræstingu og hreint loft því ég ætla ekki að helga líf mitt innöndun á sóti og eitri.
<< Home