sunnudagur, janúar 01, 2006

Gamla árið gert upp:

Uppáhalds plöturnar mínar á árinu voru:
The lonesome crowded west með Modest mouse
I´m a bird now með Antony and the Johnsons
oh me oh my..... með Devendra Banhart
og nokkrar fleiri sem ég keypti.

Mesti hamagangur ársins var í mars þegar við giftum okkur, þá varð ég líka eins stressaður og hægt er að verða án þess að það líði yfir mann eða maður hrinlega drepist standandi.

Mesta ferðalag ársins var þegar við fórum á spíttkerrunni westur í sumarfrí, þrátt fyrir að vera á ágætum bíl löbbuðum við 100 Km.

Eina utanlandsferðin var farin til Spánar í október, það var gaman.

Sama dag og við lentum á Spáni eignaðist ég frænda sem hlaut nafnið Flosi, hann er voða sætur.

Í sumar fórum við í allskonar skoðanir og úttektir til þess að hægt væri að sjá hvort við værum klikkuð eða að drepast, ástæðan er að við ætlum okkur að ættleiða barn frá Kína. Þetta er rosa ferli sem mun seint líða manni úr minni. Ég hélt samt miðað við lýsingar annarra sem hafa gengið í gegnum sama ferli að þetta væri enn meira mál og reyndi meira á mann.

Í sumar ákvað ég að henda Jeppanum á haugana, í stað þess að laga hann og koma á götuna aftur. Síðan þá hef ég ekki átt jeppa, en mig langar samt helling í annan.