Skrýtið þegar fyrirtæki taka fullkomlega heilar heimasíður og henda þeim í ruslið því rýma þarf fyrir betur útlítandi síðu. Sparisjóðurinn gerði þetta við heimabankasíðuna sína þeir hentu síðunni sem ég var farinn að kunna þolanlega við og var farinn að rata um hana. Þá hentu þeir síðunni og settu í staðinn síðu þar sem allir hnappar eru annarsstaðar en á gömlu og það sem meira er, þeir breyttu orðunum á hnöppunum þannig að nú þarf ég að hugsa í hvert sinn sem ég ætla að athuga stöðuna...... sennilega flokkast þetta samt sem lúxusvandamál en ekki grundvallar.
Skakkarlappir
Brátt kemur sólin
<< Home