Alveg datt mér í hug að einhverjir þröngsýnir kapítalistar hafi misskilið boðskap tónleikanna sem haldnir voru á laugardagskvöld. Ef einhver náði því ekki þá var þeim stefnt gegn stóriðjustefnu ríkisstjórnar Íslands. Mér finnst of mikið virkjað á landinu, mér finnst líka of mikið gert út á hráefnisframleiðslu í stað fullvinnslu. Mér finnst ekki sniðugt að treysta um of á fáar atvinnugreinar.
Mér finnst að Íslendingar eigi að einbeita sér að fullvinnslu afurða frekar en að vera fastir í þessari bölvuðu hráefnisframleiðslu endalaust. Það er líka skemmtilegra að vinna við hátækniiðnað. Og snyrtilegra yfirleitt.
<< Home