föstudagur, janúar 20, 2006

Það er einn rosa spes gaur að vinna með mér, hann er rúmlega fimmtugur og ber með sér að það logar ekki á öllum perum hjá honum. Í gær heyrði ég sögu af honum þar sem hann var að vinna fyrir trésmið. Stykkin sem hann var að vinna við voru merkt með bókstöfum og þurftu að vinnast í ákveðinni röð sem trésmiðurinn ákvað. þar sem þeir stóðu er gjarnan vélagnýr. Hér eftir fer samtal smiðsins og Magga.

Maggi: hvað tökum við þá næst
Smiðurinn: D
Maggi: B?
Smiðurinn:D
Maggi: B?
Smiðurinn: D eins og í Daníel
Maggi stundarhátt með þjósti: Það vinnur enginn Daníel hér.

***

Á morgun ætlum við að hitta tilvonandi ferðafélaga okkar. Ég er spenntur.