miðvikudagur, janúar 11, 2006

Ég er orðinn háður einu laginu sem Múm spilaði á tónleikunum á laugardag. Það heitir "Islands of the childrens children" og er af plötunni summer make good, nánar tiltekið lag númer sjö. Gargandi snilld. Þegar ég kynntist tónlistinni þeirra fyrst fór ég of hratt í hlutina og óverdósaði á fyrri tveimur plötunum þeirra, svo kom nýasta platan þeirra út rétt upp úr páskum 2004, þá var ég ekki búinn að losna undan óverdósinu og setti plötuna upp í hillu án þess að gefa henni séns. Nú er aftur á móti stóri sénsinn og platan í spilaranum.

***

Ég horfði á Kastljós áðan. Þar var mannorðsmorðinginn Jónas að reyna að segja okkur að allt sem stendur í Dv sé satt. Það er nefnilega það. Eitt fór ég þó að spá í þegar ég horfði á kallinn, hann er sláandi líkur aðal fautanum í bíómyndinni Snatch, þessum sem hendir líkunum fyrir svínin því þau eiga svo gott með að melta beinin. Ég er viss um að Guy Richie hefur séð Jónas í viðtali og hugsað: Svona týpu verð ég að fá í mynd hjá mér. Ég fékk sama hroll niður eftir bakinu þegar ég sá Jónas eins og þegar ég sá hinn kallinn í bíó.

Dæmi hver fyrir sig.