sunnudagur, janúar 15, 2006



Veturinn er greinilega kominn í öllu sínu veldi. Í það minnsta er snjór yfir öllu.
Þegar snjór hylur hæð og lægð fer ég út með malað bygg og set á bakka sem ég festi við svalahandriðið, svo bíð ég spenntur eftir að sjá hvort litlu vinir mínir snjótittlingarnir koma í mat. Í gær komu þeir og kláruðu af heilum bakka og núna fyrir klukkan ellefu eru þeir búnir af einum og eru þessa stundina að klára af öðrum bakkanum í dag. Mér finnst voðalega gaman að sjá forganginn í þeim þegar þeir slást um matinn, það er svo mikill hamagangur í þeim að þegar bakkinn er fullur af fuglum og ekki fleiri komast að, stekkur bara sá næsti upp á hópinn og hossar sér þar til ahnn dettur niður úr hópnum og nær í korn.