föstudagur, febrúar 10, 2006

Ég er búinn að skrifa nafnið mitt á ársreikning húsfélagsins. Þá má halda húsfund mín vegna, gjaldkerinn stakk upp á að ég tæki við af henni því hún veiktist fyrir mánuði og treystir sér ekii til að halda áfram. Ég afþakkaði gott boð og sagði henni að ég ætlaði að bjóða mig fram annarsstaðar. Ég er samt ekki viss hvort ég á að bjóða mig fram eða leggja öðrum frambjóðanda lið til að koma honum að. Þar liggur efinn.

****

Eftir morgundaginn ætla ég að reka yfirmann minn. Ég get ómögulega unnið með honum, því samskiptaerfiðleikarnir eru algjörir þannig að ég þegi aldrei þessu vant í vinnunni. Þessi mann fýla hefur sennilega horft á Office til að læra hvernig á að vera leiðinlegur yfirmaður. Hann þarf að gefa fyrirmæli um allt sem gert er, niður í smæstu smáatriði. Hann labbar líka á eftir manni til að athuga hvort maður hafi ekki gert mistök sem mætti tuða yfir. Ef maður spyr hann um eitthvað spyr hann á móti "hvað finnst þér?" ég fæ hroll.

Ef hann þekkti mig ekki með nafni og starfsmannanúmeri myndi ég endurtaka leikinn úr Hagkaup og snúa hann niður og beita hann líkamlegum pyntingum. Í dag langaði mig að reka skrúfjárn einhversstaðar í hann en svo hætti ég við og ákvað að vinna einn dag með honum og fá mig svo færðann.