sunnudagur, janúar 29, 2006

Ég er kominn með vöðvabólgu af of mikilli tölvunotkun. Ég er búinn að setja persónulegt heimsmet í móttöku og sendingum tölvupósta. Ég er búinn að skrifast á við tvo ráðherra, formann nefndar, þingmenn og almenna borgara á netinu. Ástæðan er að hópur sem við erum búin að hitta einusinni í viku síðan í nóv er að reyna að berjast fyrir því að þeir sem ættleiða börn frá útlöndum fái styrk frá ríkinu.

Það er svosem ekkert að gerast í þessu máli en vonandi kemst hreyfing á það sem fyrst. Ég fékk svar frá formanni nefndar sem gæti hugsanlega komið að málinu fyrir okkur og komið því inn á þing. Áður en það verður þurfum við að hitta nefndarmenn á fundi sem ég veit ekki hvort eða hvenær verður. Öll hin norðurlöndin styrkja fólk sem ættleiðir börn frá útlöndum, íslenska ríkið styrkir okkur ekki og það sem verra er við þurfum að borga skatta upp á mörg hundruð þúsund af þessu brölti, meira að segja eru styrkir frá stéttarfélögum skattlagðir í topp. Þessu ætlum við að breyta.

Þetta tekur tíma en skal takast.

****
Hópur 14 er búinn að fá upplýsingar um börnin sín og myndir af þeim. Við erum búin að fá að sjá myndir af einni stúlku sem er fædd 1.nóv í Kína, foreldrar hennar eru með okkur í baráttuhópnum.
Eftir 4-10 vikur fara þau svo út til Kína til að sækja stelpuna, það er ekki laust við að maður fái smá fiðring í mallann við að sjá myndirnar.

Við erum í hópi 16 þannig að við erum þarnæst. Við reiknum með að fara út í september eða október.