miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Ég er byrjaður að læra kínversku. Í haust keypti ég margmiðlunardisk með kínverskunámskeiði. Ég byrjaði á að opna forritið og þá blasti við mér myndband með heilum setningum og hörku samræðum. Ég fylltist skelfingu og lokaði forritinu, í gær ákvað ég svo að reyna aftur og þá gekk betur því ég fann allskonar æfingar og raddprófanir. Því má segja að ég sé formlega byrjaður að læra, ég ætla að byrja á að læra já, nei og að telja svo kemur hitt með vorinu.