þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Áðan horfðum við á alþingissjónvarpið, ástæðan var ekki áhugi á skattahækkunum ríkisstjórnarinnar heldur þetta.

Segið svo að kvabbið í manni skili engum árangri.

***

Til að halda fólki uppfræddu þá er ég búinn að reka yfirmanninn en sit samt uppi með hann í einhvern tíma. Þess ber að geta að þessi yfirmaður er flokkstjóri en ekki fastur verkstjóri. Ég talaði við verkstjórann í dag og sagði honum að mig langaði ekki að vinna lengur með þessum manni, hann tók vel í þetta hjá mér og sagðist ætla að kippa málinu í lag við tækifæri. uss maður er alltaf kvartandi.

Einusinni var mér kennt að ofurjákvæðni og ánægja með hlutina stæði í vegi fyrir framförum, ég held það sé rétt að hluta til.