laugardagur, mars 18, 2006

Nú er hópur 14 að sækja börnin sín til Kína. Ég er búinn að liggja á netinu að lesa dagbækurnar þeirra og skoða myndir. Það er ekki laust við að maður fái fiðring í mallakútinn við að fylgjast með þeim. Okkar hópur er númer 16 þannig að það fer einn hópur út áður en röðin kemur að okkur.

***

Við fórum á tvo aðalfundi í vikunni. Fyrst var aðalfundur húsfélagsins, sá fundur var alveg eftir bókinni ég er áfram endurskoðandi reikninga sem þýðir að ég þarf að mæta einusinni á ári til að kinka kolli og skrifa nafnið mitt. Hinn fundurinn var aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar, við ætluðum að reyna að koma fólki inn í stjórn en án árangurs. Bölvað alveg.