mánudagur, mars 27, 2006


Fyrsta brúðkaupsafmælið er frá. Því var fagnað á toppnum á Keili í hádeginu í gær. Eftir fjallgönguna var strunsað í búð til að kaupa hitaeiningar í vöfflu og rjómaformi.

Fögnuðurinn hélt áfram þegar við fórum á Tailenskan veitingastað hér í hverfinu, maturinn var svakalega góður og vel útilátið.

***

Orðskrípi dagsins er í boði gufuskipafjelagsins: hitastýrðir flutningar. Er þessum aulum alveg fyrirmunað að koma fyrir sig orði.

***

Meinvill er búin að setja upp swaka plan fyrir sumarið (plan síðasta sumars var að labba á Esjuna, ekkert varð úr því hjá okkur) en það er að labba á 10 fjöll. Við erum búin með eitt og því eru 9 eftir ef reikningslistin bregst mér ekki.

***

Eftir að við fórum út að borða og áður en við fórum á fund, fórum við á rúntinn um nýjasta hverfið í Kópavogi. Eftir að hafa sveigt fimlega framhjá nýju stólalyftunni og næstum lent í árekstri við snjótroðara ákváðum við að þetta Legokubbahverfi væri ekki að okkar skapi.

Er bannað að byggja fleiri en eina gerð af húsum í dag? Er bara hægt að byggja hús með lekum þökum í dag? já já brósi efnin eru svo góð í dag að vatnið rennur ekki niður gegnum flata þakið....

jakk og mig sem langar svo í nýtt og fallegt hús. Það er svosem ágætt að hafa þá afsökun fyrir að kaupa ekki hús að það sem er á sölu nuna er svo ljótt.